Sunday, October 16, 2011

Jibbííííí....

Ég er lengi búin að vera að leita mér að "nýjum" borðstofustólum, og mig langaði ekki í leðurklædda stóla, heldur frekar gamla stóla sem ég gæti gert upp, og viti menn ég fann þá á Bland.is í gær , 
en þá kemur að spurningunni, á ég að lakka þá hvíta eða kalkmála þá??
Hvernig er kalkmálningin,þolir hún mikla meðhöndlun og smitar hún frá sér??
Ef að þið hafið reynslu af notkun hennar endilega sendið mér línu og látið mig vita....
En hér eru fallegu stólarnir mínir :o)
 Ég fór í Ikea í gær og verslaði efni á sessurnar, grátt með hvítum rósum :o)
Svo fann ég þessa tvo hér fyrir neðan á Bland.is líka og er að fara að líta á þá í dag, ég er ástfangin af þeim og ég held að ljósgrátt færi þeim mjög vel , en ykkur??
Kossar og knús á ykkur
Kv Ásthildur ævintýra kona ...

3 comments:

  1. Æðislegir stólar, til lukku me þá.
    Ef þú kalkmálar stólana þá lakkaru bara yfir með möttu glæru lakki og þá ættu þeir að þola allt það sem á þá er lagt.
    Hinir tveir væru æði í gráum lit og ég myndi sjúska þá dáldið til, held það passi voða vel við þá.
    hlakka til að sjá þá tilbúna :)

    ReplyDelete
  2. já ég er sammála Stínu, að veðra þá aðeins til en ljósgrár hljómar vel. verður gaman að fylgjast með.

    p.s. ég heiti Birna og er nýbyrjuð að fylgjast með hjá þér ;) er sjálf með blogg www.krokurinn.blogspot.com

    ReplyDelete
  3. Hæ hæ,
    flottir stólar og skemmtilegt blogg hjá þér ! ég er ofsalega hrifin af kalkmálningunni og málaði sófaborðið mitt um daginn og lakkaði yfir en núna er málninginn byrjuð að flagna af :( ég hélt að ég hefði pússað vel yfir borðið en greinilega ekki nóg !! Svo það er greinilega must ;)
    Gangi þér vel,
    Halla Dröfn

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)