Friday, July 29, 2011

Breytingaræði!

Jahérna hér, er ansi hrædd um að við hjónin séum komin á "breytingarskeiðið" :o) Við erum búin að vera á fullu alla vikuna við framkvæmdir á herbergi frumburðarins og stofunni okkar, já og svo ekki gleymist húsgögnunum!! Við byrjuðum á herberginu og áður en að við vissum af var allt komið í rúst!!
En eitt í einu, hér koma myndir af herbergi erfðaprinsins hehe....
Eigandi herbergissins
Svona var liturinn á einum vegg í herberginu fyrir herlegheitin, og restin var bara hvít.
Þessi litur varð svo fyrir valinu , hlýlegur og fallegur, hina veggina máluðum við í lit sem er ekki alveg hvítur heldur svona pínu drapp. Og þarna eru allir uppáhalds hlutirnir saman komnir.

Fúsi froskur komin með heiðurssess á hilluni og virðist una sér  alveg ljómandi vel :o)
Fúsi bókavörður passar allar uppáhalds bækurnar
Þessi litli skápur er undir stiganum upp á efri hæðina hjá okkur og datt okkur í hug að mála hana með krítarmálningu sem að við keyptum hjá Slippfélaginu, erum við ferlega sátt við útkomuna.
Góð lausn á kríta-geymslu veseninu..

Wednesday, July 27, 2011

tími kertana að ganga í garð.......

 Baldursbrá úr garðinum ....

Elska þennan tíma þegar fer að rökkva og kertin fara að koma úr felum :o).. 

Tuesday, July 26, 2011

Sumarfríið í myndum og máli....

Flottustu feðgarnir :o)
Í klofi Bárðar
Mamman með ungana sína hjá sönghelli..
Fallegu feðgarnir :o)
Snæfellsjökull
Fallegi frumburðurinn minn orðinn 8 ára :o)
Pínu skítugur
Endalaus hressleiki
Uppáhalds fólkið mitt amman mín og afi :o)

Sunday, July 24, 2011

Sumarfrí :o)

Jæja þá er ég komin heim eftir tveggja vikna ferðalag um þetta dýrðar land, og nokkrir af þeim stöðum sem heimsóttir voru eru td: þessi brjálæðislega fallegi staður Djúpalónssandur.

Ekki var hægt að fara fram hjá þessum tvemur en þetta eru Lóndrangar.

Svo var þessi gaur tekinn og knúsaður, en þetta er Bárður Snæfellsás sem var bæði maður og tröll og þegar lífi hanns sem maður lauk gekk hann inn í snæfellsjökul og varði þaðan landið sem Landvætturinn okkar góði.

Thursday, July 7, 2011

Fyrir og Eftir....

Hér er allt búið að vera á hvolfi við breytingar á húsgögnum :o) Við tókum stofuskápinn okkar í gegn og gerðum á honum alsherjar "meikóver" .....


Fyrir "meikóver" orðinn frekar gulur og þvældur.

Eftir "meikóver", búið að lakka og veggfóðra bakið. Ennþá vantar þó hurðarnar þær eru enn í þurrkun :o) Ég er vel sátt við útkomuna á þessum.....

Sunday, July 3, 2011

Comment!

Elskurnar mínar til þess að geta kommentað þurfið þið að velja að vera anonimus og setja svo nafnið ykkar undir :o)

Friday, July 1, 2011

Lífið ....

♥ elskaðu fólkið sem elskar þig eins og þú ert
♥ fyrirgefðu þeim sem dæma þig hart því þeir eru ekki fullkomnir heldur
♥ lífið er of stutt til að vakna og iðrast einhvers
♥ trúðu því að allt sem gerist hafi tilgang
♥ ef þú færð annað tækifæri gríptu það með báðum höndum, breyti það lífi þínu, leyfðu því að gerast
♥ engin sagði að lífið væri auðvelt, aðeins að það væri þess virði að lifa því....