Friday, July 29, 2011

Breytingaræði!

Jahérna hér, er ansi hrædd um að við hjónin séum komin á "breytingarskeiðið" :o) Við erum búin að vera á fullu alla vikuna við framkvæmdir á herbergi frumburðarins og stofunni okkar, já og svo ekki gleymist húsgögnunum!! Við byrjuðum á herberginu og áður en að við vissum af var allt komið í rúst!!
En eitt í einu, hér koma myndir af herbergi erfðaprinsins hehe....
Eigandi herbergissins
Svona var liturinn á einum vegg í herberginu fyrir herlegheitin, og restin var bara hvít.
Þessi litur varð svo fyrir valinu , hlýlegur og fallegur, hina veggina máluðum við í lit sem er ekki alveg hvítur heldur svona pínu drapp. Og þarna eru allir uppáhalds hlutirnir saman komnir.

Fúsi froskur komin með heiðurssess á hilluni og virðist una sér  alveg ljómandi vel :o)
Fúsi bókavörður passar allar uppáhalds bækurnar
Þessi litli skápur er undir stiganum upp á efri hæðina hjá okkur og datt okkur í hug að mála hana með krítarmálningu sem að við keyptum hjá Slippfélaginu, erum við ferlega sátt við útkomuna.
Góð lausn á kríta-geymslu veseninu..

1 comment:

  1. Geggjað flott hjá ykkur, sérstaklega hrifin af krítmálningarhurðinni :) Til lukku með þetta!

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)