Thursday, December 13, 2012

Ef ég er ekki alveg að tapa blogggetunni......

ITS ALIVE...
Gæti verið fyrirsögnin á þessari færslu,en já ég er búin að vera afspyrnu blogglöt þessi seinustu misseri...
Ég get huggað mig við brjóstaþoku og barna-stúss.
Lífið er búið að vera dásamlegt þessa seinustu 3 mánuði, hefur einkennst af andvökunóttum , kúkableijum og endalausri gleði yfir börnunum mínum 3.
Þvílíkar Guðs gjafir sem þau eru!!
En annars er ég nú búin að vera að gera alveg helling annað, eins og td þessi hér: Og þessi krútt poka-ljós...


 Svo læt ég fylgja eina mynd af litlu ponsunni minni sem hefur fengið nafnið Elísa Ósk.
En jæja nú er allt að verða tilbúið fyrir jólin hjá mér þannig að nú fer ég að vera duglegri að setja inn færslur, á mánudaginn ætla ég að hefja niðurtalningu til jóla hér inni og mun sýna ykkur nýja "jólaskrauts" muni á hverjum degi!!
En Þar til þá 
Góða helgi kæru vinir.
Ykkar Ásthildur skessuskott