Monday, December 26, 2011

Gleðilega hátíð... Merry christmas....

 Bestu jólagaurarnir mínir sem geta ómögulega verið eðlilegir......
 Jólatréð í stofu stendur ......
Fallegu börnin !!
Gleðileg jól kæru vinir og megi lífið leika við ykkur um þessa hátíð
Kær kveðja Ásthildur

Tuesday, December 6, 2011

Well well it has been a long time.....

Er ég ekki farin að skrifa þessi orð all oft??
Jæja en ég hef nú ekki setið auðum höndum þrátt fyrir bloggleysi, ég er ef ég má segja sjálf frá að mastera tæknina við að prenta á tau í prentaranum mínum :o)
Sko er þetta ekki fínt??

Hér er ég svo búin að sauma hjörtu úr efninu fína :o)
Þetta hjarta stenslaði ég svo á , hér er önnur hliðin og hin hliðin er á myndinni fyrir neðan....


Svo er smá bakka-föndur svona í lokin ..

Jæja gott fólk, ég ætla að fara að fleygja mér í bælið,
Farið varlega kæru vinir 
Yfir og út 
Bóthildur skessuskott.....

Saturday, November 19, 2011

Langt um liðið .........

Jæja það er orðið frekar langt frá síðustu færslu, en nú verður bætt úr því :o)
Við litla fjölskyldan erum búin að vera á ferð um landið og nú er kominn tími til að hella sér af öllum krafti í jólaundirbúninginn !!
Í dag bökuðum við piparkökur við mikinn fögnuð litlu mannana á bænum .
 Feðgarnir slóust nánast um að borða deigið, en litli maðurinn hafði yfirhöndina að lokum :o)
Við fengum láns barn til að hjálpa okkur í dag og hann stóð sig eins og fagmaður !!
 Aðeins að smakka á brjóstsykrinum ...
 Hann stanst prófið og fær þetta kanínutanna bros að launum :o)
 Litli lungnabólgu sjúklingurinn og pabbinn að fíflast eins og þeirra er von og vísa ....
hluti af afrekstrinum
Frumburðurinn bíður þolinmóður á meðan litlinn sker út...
 Jólasveina-tríó
 Aðventukransinn bíður þess að vera tendraður um næstu helgi ...
En þar til næst
Ást og friður 
Ásthildur....

Friday, November 4, 2011

Ein ég sit og sauma .......

Hér á bæ er jólafiðringurinn illilega farinn  að segja til sín, 
í kvöld dreif ég mig í að klára 2 jólagjafir og nú bíða þær innpökkunar,Þá er komið að montstundinni hehe
 Þessa vængi er ég búin að gera fyrir 3 englaskott og þessar húfur eru fyrir 3 aðeins stærri englaskott :o)

 hömm hömm miðana setti ég yfir til þess að ekki uppgötvist hver á að fá þessa vængi, en ég stenslaði skammstafanir á vængina :o)
einn vængur er nú þegar tilbúinn og innpakkaður....
 Svarta húfan er prjónuð ú Alfa Glitter og er ég bara nokkuð ánægð með útkomuna.

Þá er kominn tími á mig að svífa inn í draumalandið,
Góða nótt kæru vinir og njótið helgarinnar..
Kv Ásthildur Skessuskott.

Sunday, October 30, 2011

Innlit á Pinterest...

Á ferð minni um Pinterest rakst ég á nokkrar frábærar síður sem að eru hlaðnar af guðdómlega fallegum .......
JÓLASKREYTINGUM :o)

Mér finnst þetta allt alveg ótrúlega fallegt og eitthvað svo hreint, ef hægt er að segja það haha
Þessar myndir eru fengnarHÉR
Svo fann ég þessa síðu: HÉRJá ég bara get ekki beðið, enda er alveg að koma 9. nóvember og reglan er sú að eftir þann dag má ég löglega fara að undirbúa jólin (og stelast til að hlusta á jólalögin)
Knús til ykkar allra
Kv Ásthildur.

Friday, October 28, 2011

........

Í gærkvöldi kvaddi hún fallega amma mín þennan heim,
minningarnar streyma fram og ylja mér á þessari stundu,
öll brosin, gleðin, þolinmæðin og dillandi hláturinn hennar er eitthvað 
sem ég mun muna alla mína daga.
 Elsku amma mín hafðu þökk fyrir allt og allt,

Wednesday, October 26, 2011

Með sorg í hjarta............

Í dag þann 26. október eru liðin 16 ár frá þeirri örlagaríku nótt er 
snjóflóðið féll á Flateyri.
að því tilefni vill ég kveikja á kertum og minnast allra þeirra sem misstu svo mikið þessa nótt..
 Minning þeirra er ljós í lífi okkar og verður um aldur og ævi....

Wednesday, October 19, 2011

Obbobbobb......

Mér láðist að setja inn link á brjálæðislega flottu verslunina hér fyrir neðan,
en hér með bæti ég úr því :o)
Knús og afsökunarbeiðni :o)
Kv ásthildur

Í heimsókn hjá Otto og Emmu ....

Ég er algjörlega hugfangin af þessari verslun , en á sama tíma er ég guðs lifandi fegin að hún er 
EKKI á Íslandinu góða :o) Ég hugsa að áhrifin á budduna yrðu of mikil hahaha
 En það er alltaf gaman að láta sig dreyma.......
 Ég hugsa að ég myndi nú ekki mótmæla kröftuglega ef mér stæði til boða að sökkva mér í þennan sófa með gott kaffi og vinaspjall já eða prjóna :o)
Eruð þið að sjá alla þessa geggjuðu kertastjaka !!!!
 Þar sem að ég breytist í jólaálf þegar fer að líða á haustið varð ég að skella þessum kynbræðrum mínum með, mér finnst þeir bara svo HRILLILEGA sætir og pattaralegir
 Finnst ykkur þessar krúttsprengjur ekki sætar?
 jólaleg jólaleg jól tralalalalala.......
Er verið að grínast með kvað borðið er flott?
Og kórónurnar fídd fíúdd!!!!
Langi langi ííííííí....
Jesús Pétur og Jeremías 
þetta er bara ALLT 
of freystandi ;o)
Er farin að láta mig dreyma 
Knús og kram Ásthildur...

Sunday, October 16, 2011

Jibbííííí....

Ég er lengi búin að vera að leita mér að "nýjum" borðstofustólum, og mig langaði ekki í leðurklædda stóla, heldur frekar gamla stóla sem ég gæti gert upp, og viti menn ég fann þá á Bland.is í gær , 
en þá kemur að spurningunni, á ég að lakka þá hvíta eða kalkmála þá??
Hvernig er kalkmálningin,þolir hún mikla meðhöndlun og smitar hún frá sér??
Ef að þið hafið reynslu af notkun hennar endilega sendið mér línu og látið mig vita....
En hér eru fallegu stólarnir mínir :o)
 Ég fór í Ikea í gær og verslaði efni á sessurnar, grátt með hvítum rósum :o)
Svo fann ég þessa tvo hér fyrir neðan á Bland.is líka og er að fara að líta á þá í dag, ég er ástfangin af þeim og ég held að ljósgrátt færi þeim mjög vel , en ykkur??
Kossar og knús á ykkur
Kv Ásthildur ævintýra kona ...