Friday, June 29, 2012

Diskamottur og bakka basl...

jæja þá er fyrri diskamottan tilbúin og athyglisbresturinn ég komin með annað verkefni :o)
Ég á bakka sem að mig langar svo að gera eitthvað meira við en að hafa hann bara hvítan, ég ætla að skella inn þeim hugmyndun sem að ég hef og byð ykkur vinsamlegast að hjálpa mér í valinu um hvað ég á að gera:o)
En hér er diskamottan...
 Hér er svo bakka hugmynd 1, að líma þessar tau myndir á og lakka yfir ??
 Hugmynd 2, að líma þessa mynd á og lakka svo yfir ??
 Hugmynd 3 draga þessa mynd á bakkan og mála hana á ??
 Hugmynd 4. að snúa henni svona hahahaha??
Ég voan að þið getið hjálpað mér að ákveða hehe, þar sem að ég get ekki gert það hahahha.
En kæru vinir eigið góðan dag..
Ykkar Ásthildur Skessuskott.

Thursday, June 28, 2012

Punt og dúllerí

Jæja þá er komið að sumaskap númer 2,
Fyrir nokkrum vikum síðan "skrapp" ég í Hirðinn Góða fann þar ansi sjúskaða "puntustykkja slá"
ég hef verið að leita eftir svona slá eða hillu í nokkurn tíma og þarna blasti hún við mér í allri sinni dýrð hóst hóst... svo að hún fékk að fljóta með mér heim og kenna á sandpappírnum og úðabrúsanum :o)
 Svo saumaði ég þetta "puntstykki"og prentaði út myndir á Freeser paper og straujaði á ...
 Svo saumaði ég þetta hjarta bara svona rétt til að setja punktinn yfir iið hehe
 Og þar sem að ég var hvort sem er byrjuð á þessu varð ég að gera eitt svona viskustykki í leiðinni...
 hin hliðin á viskustykkinu 
 Hér er ég búin að prenta beint á efnið og eiga þetta að verða diskamottur,
Myndir af þeim koma inn um leið og þær eru tilbúnar :o)
En þangað til þakka ég kærlega fyrir innlitið á síðuna og öll komment eru vel þegin ;o)
Eigið þið dásamlega sumardaga kæru vinir 
Ykkar Ásthildur Skessuskott....

Tuesday, June 26, 2012

Saumagleði og sumargleði......

jæja ég ákvað að henda inn eins og einum pósti áður en ég skunda í mæðraskoðun..
En undanfarna daga og vikur hef ég verið að sauma og prjóna frá mér allt vit.
Þennan kjól saumaði ég fyrir litla prinsessu sem að kemur í heiminn í september.

Þessi finnst mér æðislegur hann er svona "margnota" hehe það er hægt að snúa honum á tvo vegu :o)
Þetta er "bakhliðin"(rangan)

og þetta er svo "framhliðin" (réttan)

Svo gat ég ekki sleppt því að gera skupplu í stíl, sem er líka hægt að snúa á tvo vegu en rósótta efnið er hinumegin...;o)
Ég er búin að lofa sjálfri mér því að ég ætla að ver adugleg að setja inn það sem að ég hef verið að gera (sem er svo sem ekkert lítið hehe) en ef að ég stend við það þá kemur inn önnur færsla í dag !! (já eða morgun ) 
En þangað til eigið dásamlegan dag elsku vinir ....
Ykkar Ásthildur Skessuskott.

Monday, June 4, 2012

Norge......

Núna seinustu helgina í Mai skellti ég mér í mjög svo óvænta ferð til Noregs að hitta eiginmannin sem var þar í 2vikna námi tengt starfi sínu. Ákveðið var að ég færi á miðvikudegi kl 18:30 og ég fór í flug á fimmtudegi kl 8:00..... Ekki alveg minn stíll að gera eitthvað svona spontant  en varð þó til þess að vvíkka hjá mér sjóndeildarhringinn og varð þessi ferð í alla staði ógleymanleg og dásamleg :o)
En ég verð nú að segja að ég heillaðist algjörlega upp úr skónum af Noregi, þvílík fegurð !!!!
Ég sem sagt var í Þrándheimi hehe

Niðarós dómkirkjan í öllu sínu veldi, þvílík bygging!!!!
Um það bil 85% mynda sem að ég tók var af húsum hehe kanski ég ætti að róa mig aðeins? en það eru bara svo svakalega falleg hús þarna.......

'eg mundi nú ekki segja NEI við einu svona !!

Eigum við að ræða þetta eitthvað?? Ég er viss um að ég og þetta hús myndum smella saman eins og flís við rass og færum hvort öðru ákaflega vel hehe..

Hérna erum við í gamla bænum sem var svo magnaður, stemmningin, húsin og tilfinningin þarna var frábær, ég varð algjörlega afslöppuð og bóhem fílingurinn vall upp í mér, þar sem að ég er svolítilll hippi í mér þá fann ég mig algjörlega þarna innan um lítl og falleg kaffihús og endalaust af litlum galleríum og saumastofum.... Dásemdin ein


Þessi mynd er tekin rétt við hótelið okkar og eru allar byggingarnar byggðar ofan í ána, frekar flott og tjörulyktinn varð einhverra hluta vegna ekkert svakalega slæm, hún jaðraði við að vera bara fín ..

Ég náði ekki að snúa þessari en þetta trjáhýsi fannst mér frekar mikil snilld, ég veit að synir mínir 2 yrðu ekki leiðir yfir að eiga einn svona.... Þetta yrði svolítill "Emil í Kattholti" fílingur þar sem mamman á heimilinu er skelfilega lofthrædd þá yrði allavegana yngri guttinn oftast þarna uppi myndi ég halda hehehe"KOMDU HÉRNA NIÐUR OG TALAÐU VIÐ MIG BARN " .....

Ég hitti dásamlegu æðislegu frábæru frænku mína hana Indu sætu úti þar sem að hún er í skóla Í Þrándheimi, hún tók okkur með sér upp að vatni sem er nokkuð út fyrir borgina og eiddum við deginum með henni og frábærum vinkonum hennar tveim þar og mikið var þetta DÁSAMLEGT!!

Fallega fallega frænkan mín, endalausar þakkir til þín frá okkur hjónum, og mikið svakalega var gaman að fá að eiða tímanum með þér!!!!!

Gamli bærinn 

Yfirlit yfir Þrándheim, DÁSAMLEGT !!!!