Thursday, June 28, 2012

Punt og dúllerí

Jæja þá er komið að sumaskap númer 2,
Fyrir nokkrum vikum síðan "skrapp" ég í Hirðinn Góða fann þar ansi sjúskaða "puntustykkja slá"
ég hef verið að leita eftir svona slá eða hillu í nokkurn tíma og þarna blasti hún við mér í allri sinni dýrð hóst hóst... svo að hún fékk að fljóta með mér heim og kenna á sandpappírnum og úðabrúsanum :o)
 Svo saumaði ég þetta "puntstykki"og prentaði út myndir á Freeser paper og straujaði á ...
 Svo saumaði ég þetta hjarta bara svona rétt til að setja punktinn yfir iið hehe
 Og þar sem að ég var hvort sem er byrjuð á þessu varð ég að gera eitt svona viskustykki í leiðinni...
 hin hliðin á viskustykkinu 
 Hér er ég búin að prenta beint á efnið og eiga þetta að verða diskamottur,
Myndir af þeim koma inn um leið og þær eru tilbúnar :o)
En þangað til þakka ég kærlega fyrir innlitið á síðuna og öll komment eru vel þegin ;o)
Eigið þið dásamlega sumardaga kæru vinir 
Ykkar Ásthildur Skessuskott....

6 comments:

  1. ómæ hvað þetta er fallegt hjá þér. Hef ekki enn prufað að prenta og setja svo á efni.. en hvað færðu þennann umtalaða freeser pappir? öllum föndurbúðum bara eða?
    en hlakka til að sjá diskamotturnar.

    takk fyrir fallegann og frólegann póst
    kv Stína

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sæl Stína mín og takk fyrir mig, Freeser pappírinn fékk ég frá Ameríkunni,ég hef ekki ennþá fundið hann hérna heima en ef að hann fæst þá myndi ég giska á að það væri í Megastore eða Kosti.
      Þetta er kjöt pökkunar pappír en hann er plasthúðaður öðru meginn þannig að ekkert mál er að strauja hann fastan á efnið og "nudda" myndinni á. Hann skilur svo ekkert plast eftir sig þegar hann er tekinn af.
      Og svona í lokin vil ég þakka þér fyrir dásamlegu síðuna þína, það er unun að fylgjast með þér og því sem að þú ert að gera :o)

      Delete
  2. Hæ Hilda mín.. Ein sp.. hvernig var að prenta beint á efnið? settiru þá efnið bara beint í prentaran með venjulegu bleki eða ertu með eitthvað sérstakt blek í honum ?
    Og svo er reyndar önnur sp .. Freeser pappírinn keyptiru hann bara í svona pakkningu eins og við kaupum álpappír hér heima eða keyptiru í stærri pakningu?? :)

    Þetta er svoo flott, verð að prófa! :)
    Kv. Ragna Lóa

    ReplyDelete
    Replies
    1. Hæ hæ skvís, freeser pappírinn er keyptur í ameríku fyrir mig, ég hef ekki ennþá fundið hann hérna heima.
      Þegar ég prenta á efni þá strauja ég freeser pappír aftan á efnið til þess að það sé stífara og renni auðveldlega í gegnum prentarann, hef ekki reint að setja bara efnið í gegn en hugsa að það gæti kostað flækju og vesen í prentaranum hehe.
      En annars nota ég bara venjulegt blek í prentaranum ;o) Annars verður bara föndur stund næst þegar þú átt leið á Skagann.....

      Delete
    2. Já ég var að spá í að panta mér bara svona pappír eða láta kaupa fyrir mig.. :)
      Ég sé bara að það er bæði til svona stórar rúllur og svo líka minni sem eru bara í svona álpappírsumbúðum eins og hér heima. :)
      Ein sp í viðbót..Úr hvaða efni eru t.d. diskamotturnar ? :)
      Og já ég er sko til í eitthvað föndur með ykkur næst þegar að ég kem.. :)
      Kv. Ragna Lóa

      Delete
    3. Hæ hæ rúllurnar sem voru keiptar fyrir mig voru bara í svona umbúðum eins og álpappírinn hér heima, það er reyndar alveg svakalega mikið á rúlluni. Efnið sema ð ég nota er bara hvítt og hörlitað bómullarefni úr IKEA :o)

      Delete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)