Thursday, December 13, 2012

Ef ég er ekki alveg að tapa blogggetunni......

ITS ALIVE...
Gæti verið fyrirsögnin á þessari færslu,en já ég er búin að vera afspyrnu blogglöt þessi seinustu misseri...
Ég get huggað mig við brjóstaþoku og barna-stúss.
Lífið er búið að vera dásamlegt þessa seinustu 3 mánuði, hefur einkennst af andvökunóttum , kúkableijum og endalausri gleði yfir börnunum mínum 3.
Þvílíkar Guðs gjafir sem þau eru!!
En annars er ég nú búin að vera að gera alveg helling annað, eins og td þessi hér:



 Og þessi krútt poka-ljós...


 Svo læt ég fylgja eina mynd af litlu ponsunni minni sem hefur fengið nafnið Elísa Ósk.
En jæja nú er allt að verða tilbúið fyrir jólin hjá mér þannig að nú fer ég að vera duglegri að setja inn færslur, á mánudaginn ætla ég að hefja niðurtalningu til jóla hér inni og mun sýna ykkur nýja "jólaskrauts" muni á hverjum degi!!
En Þar til þá 
Góða helgi kæru vinir.
Ykkar Ásthildur skessuskott

Thursday, September 27, 2012

Oggu-pínu-ponsan okkar er komin ......

Lífið er dásamlegt og hefur okkur fjölskyldunni fæðst lítil prinsessa ..




Þakklætið og gleðin er allsráðandi í okkar lífi í dag.....
Ást til ykkar 
Ásthildur Skessuskott.

Tuesday, September 18, 2012

Smá montfærsla ....

Jæja þá er það að bresta á að krílið komi í heiminn..
Tilhlökkunin hjá bræðrunum er orðin mikil og ekki er laust við að foreldrarnir séu að springa úr spenning ;o)
En undanfarna mánuði er ég búin að vera að dunda mér við að prjóna heimferðar-sett, ég hef aldrei áður prjónað úr lanett og á prjóna númer 2,5 og er þetta því dálítill sigur hjá mér og er ég bara þokkalega sátt við útkomuna og nú get ég ekki hætt að prjóna svona fínt og lítið.
En dæmi hver fyrir sig um útkomun :o)


 Hér er allt settið tilbúið fyrir krílið til að koma heim í :o)
Hér er svo önnur peysa sem að ég gerði og er frekar ánægð með  
við næstu færslu verð ég orðin 3 barna móðir, undarleg tilhugsun en jafnframt spennandi og hrillilega skemmtileg.
En kæru vinir þar til næst
risavaxið knús á ykkur og ég þakka af öllu hjarta öll sporin sem að þið skiljið eftir ykkur hér á síðunni.
Ást á ykkur 
Ásthildur skessuskott.

Friday, September 7, 2012

Líður að komu......

Jæja nú fer að líða að því að litla krílið okkar komi í heiminn,
allt að verða klárt og búið að krútta og dúlla herbergi okkar hjónanna upp svo um munar.
Í þessum pósti ætla ég að monta mig af kommóðunni sem að ég tók í yfirhalningu.

Svona var hún fyrir:
Það þurfti ansi mikið að pússa og sparsla greyið en hún fékk fullt af ást og umhyggju :o)
Þetta er bara pínulítið sýnishorn af því hversu mikið þurfti að vinna hana.
Ég verslaði nýja hnúða á hana í Brynju á Laugarveginum, og ég verð að segja að mér finnst þeir gordjöss...
Og ekki má gleyma litla hjartanu sem að ég föndraði handa prinsessunni.....
Þennan ramma fann ég í góða vini mínum góða hirðinum :o) 
Hann fékk "smá" maikóver.
Svo prentaði ég út fallegt vögguljóð og setti í hann, fiðrildin voru svo svona aðeins til að krútta hann ennþá meira upp :o)
Þennan lampa er ég búin að eiga í langan tíma en hann vantaði nýja snúru og nýtt perustæði.
Ég var lengi búin að leita að "SKERMINUM" en fann engan sem "passaði" rétt....
Þannig að góði hirðirin fékk enn eina heimsókn frá mér þar sem að ósköp ljótur og skítugur hvítur skermur var ættleiddur fyrir 50 kr og fékk hann fyrst 2 umferðir af lilla bleikum lit.... 
hmmm það passaði samt ekki og var ég ekki nógu sátt, en aha viti menn ég mundi allt í einu eftir efni sem að ég verslaði mér í IKEA og prufaði ég að bera lím á skerminn og viti menn ég var fallin fyrir honum !!!!!!
Finnst ykkur hann ekki krúttlegur????
En þar til næst (fyrir eða eftir komu krílis veit ég ekki) 
Takk fyrir innlitið og endilega skiljið eftir ykkur línu og segið mér hvað ykkur finnst :o)
Ást og friður 
Ásthildur skessukott.

Tuesday, July 17, 2012

I love it maður.......

Jæja þá er hreiðurgerðin alveg að taka sér bólfestu í mér svo um munar!!!!
Ég er búin að pússa upp borðstofuborð, sófaborð og svo núna kommóðu fyrir krílið, og verkefna-lisitnn er ekkert að styttast heldur bætist á hann á hverjum degi!!!
Ég ætlaði að vera ægilega patent og gerði mér lista yfir það sem að ég ætlaði að gera í Júlí og svo það sem ég ætla að gera í Ágúst,eennn obbosííííí öll verkefni í júlí eru búin sem og öll hin sem að bættust við hehe
og ekki er nú mikið eftir af ágúst listanum :o)
En hér er smá innsýn í það sem að ég hef verið að gera og svo ætla ég að setja inn færslu með myndum af verkefnunum þegar þau eru öll fullunnin :o)
En hér er nýjasta verkefnið, kommóða fyrir prinsessubaunina í bumbunni....
Hún var ansi illa farin og þurfti ég að sparstla alveg helling í hanan hér og þar...
 Búin að pússa yfir og sparstla í aðra hliðina
 Hér er ég að pússa upp plötuna á sófaborðinu mínu, ég ákvað að leifa viðnum að njóta sín á plötunni en lakkaði fæturna hvíta, svo er bara að sjá á morgun hvernig það kemur út ...
 Hér er ég svo rykug og úfin eftir pússeríið :o)
En þar til næst
Ásthildur Skessuskott

Friday, July 13, 2012

Stundum, bara stundum.......

Stundum, bara stundum (en samt eiginlega alltaf) vildi ég óska þess að ég hefði stórt þvottahús með fallegum stórum skápum þar sem að hægt væri að hafa föt allra fjölskyldumeðlima, ekkert mál að ganga frá og ekki mikið vesen að fara með skítug föt í þvottakörfuna hóst, hóst.....
Þetta þvottahús (sem ég fann með hjálp Google) finnst mér alveg snilld...
 Ekki það að ég væri hrifnari af því að hafa innréttinguna alveg hvíta og stílinn pínu shabby :o)
Þessar óhreinataus körfur finnst mér alveg frábærar og meira að mínum stíl..
 Þessar grindur eru algjör SNILLD að mínu mati og algjörlega minn stíll og sá stíll sem að ég mundi vilja hafa í þvottahúsinu.
Sko algjörlega ég :o)
Nú er ímyndunar aflið komið á fleigi ferð og ef að ég væri ekki með risa kúlu framan á mér myndi ég ráðast í meiriháttar framkvæmdir !!!
En ég get huggað mig við að ég er að fara í árs fæðingarorlof og trúðu mér það verður tekið til hendinni hahahaha
En þar til næst læt ég mig dreyma áfram ...
Eigið ljúfa drauma kæru vinir,
ykkar Ásthildur skessuskott

Saturday, July 7, 2012

Borð um borð frá.....

Jæja þá er borðið farið að taka á sig mynd, það er búið að grunna 3/4 af fótunum og undir borðplötunni :o)
 Búin að pússa allt gamalt lakk og bæs af ..
 Grunnurinn kominn á 
 Allt að gerast..
Svona fer fyrir þeim semvinna úti í 9 tíma án þess að bera á sig sólarvörn í allri vinnugleðinni hahahha
En mig er farið að hlakka gífurlega til að vera búin með þetta og koma því fyrir í borðstofunni :o)
Dásamlegt !!!
Ást og friður 
Ásthildur Skessuskott

Thursday, July 5, 2012

Nóg að gera .....

Jæja þá er mín komin á fullt í húsgagna makeover...
Þetta borð fékk ég gefins frá frábæra pabbanum mínum, en hann var að fá sér nýtt borð,
í fyrsu ætlaði ég að hafa það á pallinum hjá mér en þegar það var komið í hús þá stóðst ég ekki mátið að  skipta út borðinu sem ég er með í borðstofunni og hafa þetta í staðinn, svo að í dag byrjaði ég að vinna það upp og svo verður það lakkað hvítt hvítt hvítt!!
Mikið svakalega hlakka ég til að sjá hvernig það á eftir að koma út og svo ég tali nú ekki um hversu bjartara á eftir að vera í stofunni minni :o)
Eintóm gleði...
En í næstu færslu ætla ég að setja inn myndir af vinnuni og útkomunni ..
hlakka til 
Ásthildur Skessuskott...

Friday, June 29, 2012

Diskamottur og bakka basl...

jæja þá er fyrri diskamottan tilbúin og athyglisbresturinn ég komin með annað verkefni :o)
Ég á bakka sem að mig langar svo að gera eitthvað meira við en að hafa hann bara hvítan, ég ætla að skella inn þeim hugmyndun sem að ég hef og byð ykkur vinsamlegast að hjálpa mér í valinu um hvað ég á að gera:o)
En hér er diskamottan...
 Hér er svo bakka hugmynd 1, að líma þessar tau myndir á og lakka yfir ??
 Hugmynd 2, að líma þessa mynd á og lakka svo yfir ??
 Hugmynd 3 draga þessa mynd á bakkan og mála hana á ??
 Hugmynd 4. að snúa henni svona hahahaha??
Ég voan að þið getið hjálpað mér að ákveða hehe, þar sem að ég get ekki gert það hahahha.
En kæru vinir eigið góðan dag..
Ykkar Ásthildur Skessuskott.

Thursday, June 28, 2012

Punt og dúllerí

Jæja þá er komið að sumaskap númer 2,
Fyrir nokkrum vikum síðan "skrapp" ég í Hirðinn Góða fann þar ansi sjúskaða "puntustykkja slá"
ég hef verið að leita eftir svona slá eða hillu í nokkurn tíma og þarna blasti hún við mér í allri sinni dýrð hóst hóst... svo að hún fékk að fljóta með mér heim og kenna á sandpappírnum og úðabrúsanum :o)
 Svo saumaði ég þetta "puntstykki"og prentaði út myndir á Freeser paper og straujaði á ...
 Svo saumaði ég þetta hjarta bara svona rétt til að setja punktinn yfir iið hehe
 Og þar sem að ég var hvort sem er byrjuð á þessu varð ég að gera eitt svona viskustykki í leiðinni...
 hin hliðin á viskustykkinu 
 Hér er ég búin að prenta beint á efnið og eiga þetta að verða diskamottur,
Myndir af þeim koma inn um leið og þær eru tilbúnar :o)
En þangað til þakka ég kærlega fyrir innlitið á síðuna og öll komment eru vel þegin ;o)
Eigið þið dásamlega sumardaga kæru vinir 
Ykkar Ásthildur Skessuskott....

Tuesday, June 26, 2012

Saumagleði og sumargleði......

jæja ég ákvað að henda inn eins og einum pósti áður en ég skunda í mæðraskoðun..
En undanfarna daga og vikur hef ég verið að sauma og prjóna frá mér allt vit.
Þennan kjól saumaði ég fyrir litla prinsessu sem að kemur í heiminn í september.

Þessi finnst mér æðislegur hann er svona "margnota" hehe það er hægt að snúa honum á tvo vegu :o)
Þetta er "bakhliðin"(rangan)

og þetta er svo "framhliðin" (réttan)

Svo gat ég ekki sleppt því að gera skupplu í stíl, sem er líka hægt að snúa á tvo vegu en rósótta efnið er hinumegin...;o)
Ég er búin að lofa sjálfri mér því að ég ætla að ver adugleg að setja inn það sem að ég hef verið að gera (sem er svo sem ekkert lítið hehe) en ef að ég stend við það þá kemur inn önnur færsla í dag !! (já eða morgun ) 
En þangað til eigið dásamlegan dag elsku vinir ....
Ykkar Ásthildur Skessuskott.