Saturday, November 19, 2011

Langt um liðið .........

Jæja það er orðið frekar langt frá síðustu færslu, en nú verður bætt úr því :o)
Við litla fjölskyldan erum búin að vera á ferð um landið og nú er kominn tími til að hella sér af öllum krafti í jólaundirbúninginn !!
Í dag bökuðum við piparkökur við mikinn fögnuð litlu mannana á bænum .
 Feðgarnir slóust nánast um að borða deigið, en litli maðurinn hafði yfirhöndina að lokum :o)
Við fengum láns barn til að hjálpa okkur í dag og hann stóð sig eins og fagmaður !!
 Aðeins að smakka á brjóstsykrinum ...
 Hann stanst prófið og fær þetta kanínutanna bros að launum :o)
 Litli lungnabólgu sjúklingurinn og pabbinn að fíflast eins og þeirra er von og vísa ....
hluti af afrekstrinum
Frumburðurinn bíður þolinmóður á meðan litlinn sker út...
 Jólasveina-tríó
 Aðventukransinn bíður þess að vera tendraður um næstu helgi ...
En þar til næst
Ást og friður 
Ásthildur....

Friday, November 4, 2011

Ein ég sit og sauma .......

Hér á bæ er jólafiðringurinn illilega farinn  að segja til sín, 
í kvöld dreif ég mig í að klára 2 jólagjafir og nú bíða þær innpökkunar,Þá er komið að montstundinni hehe
 Þessa vængi er ég búin að gera fyrir 3 englaskott og þessar húfur eru fyrir 3 aðeins stærri englaskott :o)

 hömm hömm miðana setti ég yfir til þess að ekki uppgötvist hver á að fá þessa vængi, en ég stenslaði skammstafanir á vængina :o)
einn vængur er nú þegar tilbúinn og innpakkaður....
 Svarta húfan er prjónuð ú Alfa Glitter og er ég bara nokkuð ánægð með útkomuna.

Þá er kominn tími á mig að svífa inn í draumalandið,
Góða nótt kæru vinir og njótið helgarinnar..
Kv Ásthildur Skessuskott.