Friday, September 2, 2011

Sultuslök á kanntinum .....

Jæja þá er ég byrjuð að sulta, heimilið breyttist í tilrauna eldhús þar sem að ég uppskar ógrinnin öll af rabbabara í dag eða tæp 4 kíló, og átti ég fyrir ósköpin öll af sultu úr uppskerum sumarsins :o) Svo að ég var tilneydd að gera eitthvað alveg nýtt, internetið bjargaði mér með nokkrar uppskriftir sem og frábærir vinnufélagar......
Í þessari sultu er: 1 kg rabbabari, 500gr sykur, 4 rauðar paprikur og 3 chilly.

Þetta er tómmat-jarðarberja hlaup sem að ég gerði um daginn og í því er: 8 stórir tómmatar, 4 dl sykur, og einn pakki jarðarberja jello :o) Hrillilega góð sulta mmm....
Svo í kvöld gerði ég líka rabbabara-engifer og chilly sultu og á morgun verður gerð Mangó-engifer sulta, en fyrst verður farið í krukkuleiðangur.

Ég vona að þið njótið helgarinnar sultu slök og fín ..
Knús í ykkar hús Ásthildur.



No comments:

Post a Comment

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)