Sunday, September 25, 2011

Breytingar ......

 Þetta borð fann ég í Búkollu fyrir nokkrum árum og ég ætlaði alltaf að lakka það hvítt og dúlla það upp ;o)
 Loksins get ég sagt að ætlunarverkinu sé lokið......
Það var meira að segja farin ferð í Ikea til þess að finna félagsskap fyrir það, og heim komu þessi fíni lampi, skermurinn og blómið.
 Í seinustu ferð minni í Búkollu, sem er góði Hirðir okkar Skagamanna, ættleiddi ég þessar körfur og skálina hér fyrir neðan, og spreyjaði svo frá mér allt vit og er hrillilega sátt með útkomuna !
 Þessi er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ofurkrúttleg og sæt
 Körfurnar fínu fá svo starf jólagjafa/föndurs passara þar til að þær verða að gjafakörfum um jólin :o)
 Svona endaði ein karfan sema að ég gaf ömmu minni um daginn, en í hana bættust ostar og kex :o)
Jæja snúllur takk fyrir innlitið og hafið það sem allra best í nýrri vinnuviku.
Kv  Ásthildur




1 comment:

  1. Djöfull er þetta flott hjá þér elzka:)

    Kv Braga

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)