Thursday, January 17, 2013

Jesús Pétur.....

Jóladoði-brjóstaþoka-fæðingaorlofs leti og alls kyns móða er búin að vera að herja á mér sem aldrei fyrr, (eins og líklegast sést á bloggfærslum, ja eða skort á þeim). En nú er ég að stíga út úr þessu ástandi og kem sterk til leiks á ný, (kanski spurning um að spara stóru orðin??) nei ég er komin til baka hahhaha.
Verkefnin hafa ekki verið ófá þessar seinustu vikur og mánuði, ég er búin að vera í skápa-tiltekt (og það stór sér á heimilinu fyrir vikið) mig er illilega farið að gruna að ég sé með bullandi athygglisbrest því ég virðist vaða úr einu í annað og man ekkert hvað ég var að gera þá og þessa stundina, sem þýðir bara eitt ég færi dót og drasl með mér á milli herbergja.... Þyrfti nánast að hafa einhvern með mér til þess að minna mig á hvað ég vara að gera svo að ég klári þó allavegana hvern stað fyrir sig :), 
En á milli þess sem að ég ræðst á skápana þá hef ég verið að dúllast við svona "örverkefni":
Þessa styttu og hinar tvær + kertastjakana verslaði ég mér í henni Búkollu á klink, en mig hefur alltaf langað í svona Maríu styttu og þegar ég fann hana og Jósep og Jesúbarnið öll saman gat ég ekki skilið þau að svo að ðþau komu öll 3 með mér heim og fengu Chabby makeover :)


 Mér fannst þessir kertastjakar bara svo hrillings fallega-ljótir að ég ákvað að taka þá og reyna að "hressa" svolítið uppá þá,
 Þetta sjúklega sæta hjarta fann ég í blómavali og hrifsaði það með mér heim á núll einni, ég prentaði út gömul póstkort og myndir sem að ég skellti svo á það 
Þessa Hillu fann ég á einni af fjölmörgum sölusíðunum sem aðég skoða  og féll fyrir henni, ég set inn betri myndir af makeoverinu á henni og fleiri hlutum síðar.
Add caption
Hér eru svo kertastjakarnir tilbúnir, en ég bjó til barnpúðurs-lím málningu og málaði þá með og svo bar ég á þá gráa málningu sem að ég þynnti með vatni og þurrkaði svo af með rakri tusku, en þessa að ferð lærði ég hjá henni Lilju sem er með Þessa síðu hún er algjör snillingur og svakalega gaman að fylgjast með því sem að hún er að gera.
 Litla fjölskyldan í nýjum búningi :)


 En þar til næst kæra fólk :
Veriði hress, ekkert stress og bless ;)
ást á ykkur 
Ásthildur Skessuskott.






5 comments:

  1. Jesssú minn, Pétur, María og allir englarnir, þetta er bara gordjöss hjá þér :)

    ReplyDelete
  2. Flott útkoma á Kertastjökunum hjá þér ...ég mun pottþétt kíkja oft á þessa síðu:-)
    kv SIbba

    ReplyDelete
  3. Elska hvað þú ert dugleg að finna svona flotta hluti og föndra! :) finnst svo gaman að skoða bloggið þitt er bara alltof löt að kommenta!

    ReplyDelete
  4. Thetta er smart....Geturu nokkud utskyrt betur hvernig thu blandar malningu og baby powder saman?
    Kv. Brynja

    ReplyDelete
    Replies
    1. ég blanda saman trélími málningu og vatni (ég "dassa" bara :) og svo þykki ég það með barnapúðri til þess að fá skemmtilega áferð, ef það verður of þykkt þá þynni ég bara meira með vatni,það er best að prófa sig bara áfram.
      Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað :)
      Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið ;)

      Delete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)