Tuesday, August 9, 2011

Og svo skal föndra....

þessa tvo keypti ég í Garðheimum á 190Kr stk, og að sjálfsögðu fékk annar þeirra að kenna á spreybrúsanum :o), ég setti ofan í hann "oasis" klump og ofan á setti ég gervi mosa/gras :o)

Því næst fór ég í garðinn hjá Petu nágranna og stal ;o) mér nokkrum greinum af  birkinu hennar..... Takk Peta ... Svo þegar að ég var búin að móta hring utan um gamlan pott vafði ég bergfléttu utan um hann og lét svo smá "bling" hanga úr hringnum í miðjunni .

Og hér er fíni bergfléttu kransinn minn tilbúin í nýja fína svefnherbergis glugganum mínum ..... Ég er svo glöð með útkomuna ....

Er hann ekki fínn??

Þessa tvo fékk ég líka á útsölu í Garðheimum á 500 Kr stk.

Það er ekkert svefnherbergi án Engla er það nokkuð? 

3 comments:

  1. Þetta er geggjað hjá þér frænkukrútt!!! Ég á svona galvaniseraða blómapotta með munstri... hver veit nema að ég fjárfesti í spreybrúsa og smitist af æðinu :)

    kv. Árný

    ReplyDelete
  2. það sem þér dettur í hug að gera ástin min þetta er frábært hjá þér svo fær maður að njóta þess lika ekki verra hehehehehe :) elska þig kv UTLEY.

    ReplyDelete
  3. comment =) Þetta er gegðveit flott hjá þér skvís

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)