Monday, April 22, 2013

HÆG ERU HEIMATÖKIN ....

Já það er hverju orði sannara, en hér á Skgatá er starfrækt listmuna og handverks galleríið Urmull sem selur handverk og listmuni eftir heimafólk.
Úrvalið er frábært og þar er hægt að fá ja bara allt á milli himins og jarðar, þar má t.d nefna fatnað frá henni Guðmundu í TdP (Topide Pelo) en hún er fatahönnuður og er hún td með frábærar brjóstgjafa-kjóla-peysur, kjóla og leggingsbuxur svo eitthvað sé nefnt, þar fást einnig, gestabækur, ullarpeysur, leirmunir skart útsaumsvörur og dúkar og svo margt margt fleira...
 Þessi púði finnst mér ferlega kósí og blómavasarnir einu númeri of krúttlegir.
 mmm.. hreindýr Svo flottir bollar (segir bollasjúka konan í mér ;)
 Akraneskirkja

 Þessir eru nú tilvaldir í sængur eða skírnargjafir 
 Guð hann er svo fallegur þessi!!!!
 Pokaljós og kerta-geimslu-pokar eftir yours truly
 Þessar myndir finnast mér alveg svakalega fallegar, þessi til hægri skaut sér inn á óskalistan minn :)
 Jedúdda mía mér finnst hann sjúklega fallegur og ósvvooo mjúkur!!!!


 Dásamlegt á litlu krílin 
 Svakalega falleg þessi 
 engum vill vera kallt á puttunum
 Þessar bækur finnast mér sjúklega flottar,
 Þessi peysa ÆTLAR sér að verða mín!!! Og svo enn meira fyrir bollaóðukonuna,en þessar mjólkurkönnur finnast mér ÆÐI!!

Þessi hérna er líka algjört æði

Svo fallegt armband....

uuuuuu já takkkkk

Svakalega flott þetta 

 Flott tækifæriskort

 Hamingjubox
 By yours truely
 Handofnir dúkar...
 Me meeee svo krúttað
 Svo falleg þessi 

 Falleg verslun í alfaraleið :)
Nú hvet ég alla sem leggja leið sína á Akranesið fagra að kíkja við í þessu fallega og frábæra galleríi...
En þar til næst 
Ást og friður 
Ásthildur Skessuskott

2 comments:

  1. Vá hversu flot er allt þetta, ég þarf greinilega að koma við þarna :)

    ReplyDelete
  2. Mjog fallegt thad sem thu ert ad gera. Se ad fragangurinn er mjog godur sem mer finnst allaf mest aridandi!
    Kv.Brynja

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)