Monday, June 4, 2012

Norge......

Núna seinustu helgina í Mai skellti ég mér í mjög svo óvænta ferð til Noregs að hitta eiginmannin sem var þar í 2vikna námi tengt starfi sínu. Ákveðið var að ég færi á miðvikudegi kl 18:30 og ég fór í flug á fimmtudegi kl 8:00..... Ekki alveg minn stíll að gera eitthvað svona spontant  en varð þó til þess að vvíkka hjá mér sjóndeildarhringinn og varð þessi ferð í alla staði ógleymanleg og dásamleg :o)
En ég verð nú að segja að ég heillaðist algjörlega upp úr skónum af Noregi, þvílík fegurð !!!!
Ég sem sagt var í Þrándheimi hehe

Niðarós dómkirkjan í öllu sínu veldi, þvílík bygging!!!!




Um það bil 85% mynda sem að ég tók var af húsum hehe kanski ég ætti að róa mig aðeins? en það eru bara svo svakalega falleg hús þarna.......

'eg mundi nú ekki segja NEI við einu svona !!

Eigum við að ræða þetta eitthvað?? Ég er viss um að ég og þetta hús myndum smella saman eins og flís við rass og færum hvort öðru ákaflega vel hehe..

Hérna erum við í gamla bænum sem var svo magnaður, stemmningin, húsin og tilfinningin þarna var frábær, ég varð algjörlega afslöppuð og bóhem fílingurinn vall upp í mér, þar sem að ég er svolítilll hippi í mér þá fann ég mig algjörlega þarna innan um lítl og falleg kaffihús og endalaust af litlum galleríum og saumastofum.... Dásemdin ein


Þessi mynd er tekin rétt við hótelið okkar og eru allar byggingarnar byggðar ofan í ána, frekar flott og tjörulyktinn varð einhverra hluta vegna ekkert svakalega slæm, hún jaðraði við að vera bara fín ..

Ég náði ekki að snúa þessari en þetta trjáhýsi fannst mér frekar mikil snilld, ég veit að synir mínir 2 yrðu ekki leiðir yfir að eiga einn svona.... Þetta yrði svolítill "Emil í Kattholti" fílingur þar sem mamman á heimilinu er skelfilega lofthrædd þá yrði allavegana yngri guttinn oftast þarna uppi myndi ég halda hehehe"KOMDU HÉRNA NIÐUR OG TALAÐU VIÐ MIG BARN " .....

Ég hitti dásamlegu æðislegu frábæru frænku mína hana Indu sætu úti þar sem að hún er í skóla Í Þrándheimi, hún tók okkur með sér upp að vatni sem er nokkuð út fyrir borgina og eiddum við deginum með henni og frábærum vinkonum hennar tveim þar og mikið var þetta DÁSAMLEGT!!

Fallega fallega frænkan mín, endalausar þakkir til þín frá okkur hjónum, og mikið svakalega var gaman að fá að eiða tímanum með þér!!!!!

Gamli bærinn 

Yfirlit yfir Þrándheim, DÁSAMLEGT !!!!

No comments:

Post a Comment

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)