Tuesday, July 17, 2012

I love it maður.......

Jæja þá er hreiðurgerðin alveg að taka sér bólfestu í mér svo um munar!!!!
Ég er búin að pússa upp borðstofuborð, sófaborð og svo núna kommóðu fyrir krílið, og verkefna-lisitnn er ekkert að styttast heldur bætist á hann á hverjum degi!!!
Ég ætlaði að vera ægilega patent og gerði mér lista yfir það sem að ég ætlaði að gera í Júlí og svo það sem ég ætla að gera í Ágúst,eennn obbosííííí öll verkefni í júlí eru búin sem og öll hin sem að bættust við hehe
og ekki er nú mikið eftir af ágúst listanum :o)
En hér er smá innsýn í það sem að ég hef verið að gera og svo ætla ég að setja inn færslu með myndum af verkefnunum þegar þau eru öll fullunnin :o)
En hér er nýjasta verkefnið, kommóða fyrir prinsessubaunina í bumbunni....
Hún var ansi illa farin og þurfti ég að sparstla alveg helling í hanan hér og þar...
 Búin að pússa yfir og sparstla í aðra hliðina
 Hér er ég að pússa upp plötuna á sófaborðinu mínu, ég ákvað að leifa viðnum að njóta sín á plötunni en lakkaði fæturna hvíta, svo er bara að sjá á morgun hvernig það kemur út ...
 Hér er ég svo rykug og úfin eftir pússeríið :o)
En þar til næst
Ásthildur Skessuskott

Friday, July 13, 2012

Stundum, bara stundum.......

Stundum, bara stundum (en samt eiginlega alltaf) vildi ég óska þess að ég hefði stórt þvottahús með fallegum stórum skápum þar sem að hægt væri að hafa föt allra fjölskyldumeðlima, ekkert mál að ganga frá og ekki mikið vesen að fara með skítug föt í þvottakörfuna hóst, hóst.....
Þetta þvottahús (sem ég fann með hjálp Google) finnst mér alveg snilld...
 Ekki það að ég væri hrifnari af því að hafa innréttinguna alveg hvíta og stílinn pínu shabby :o)
Þessar óhreinataus körfur finnst mér alveg frábærar og meira að mínum stíl..
 Þessar grindur eru algjör SNILLD að mínu mati og algjörlega minn stíll og sá stíll sem að ég mundi vilja hafa í þvottahúsinu.
Sko algjörlega ég :o)
Nú er ímyndunar aflið komið á fleigi ferð og ef að ég væri ekki með risa kúlu framan á mér myndi ég ráðast í meiriháttar framkvæmdir !!!
En ég get huggað mig við að ég er að fara í árs fæðingarorlof og trúðu mér það verður tekið til hendinni hahahaha
En þar til næst læt ég mig dreyma áfram ...
Eigið ljúfa drauma kæru vinir,
ykkar Ásthildur skessuskott

Saturday, July 7, 2012

Borð um borð frá.....

Jæja þá er borðið farið að taka á sig mynd, það er búið að grunna 3/4 af fótunum og undir borðplötunni :o)
 Búin að pússa allt gamalt lakk og bæs af ..
 Grunnurinn kominn á 
 Allt að gerast..
Svona fer fyrir þeim semvinna úti í 9 tíma án þess að bera á sig sólarvörn í allri vinnugleðinni hahahha
En mig er farið að hlakka gífurlega til að vera búin með þetta og koma því fyrir í borðstofunni :o)
Dásamlegt !!!
Ást og friður 
Ásthildur Skessuskott

Thursday, July 5, 2012

Nóg að gera .....

Jæja þá er mín komin á fullt í húsgagna makeover...
Þetta borð fékk ég gefins frá frábæra pabbanum mínum, en hann var að fá sér nýtt borð,
í fyrsu ætlaði ég að hafa það á pallinum hjá mér en þegar það var komið í hús þá stóðst ég ekki mátið að  skipta út borðinu sem ég er með í borðstofunni og hafa þetta í staðinn, svo að í dag byrjaði ég að vinna það upp og svo verður það lakkað hvítt hvítt hvítt!!
Mikið svakalega hlakka ég til að sjá hvernig það á eftir að koma út og svo ég tali nú ekki um hversu bjartara á eftir að vera í stofunni minni :o)
Eintóm gleði...
En í næstu færslu ætla ég að setja inn myndir af vinnuni og útkomunni ..
hlakka til 
Ásthildur Skessuskott...