Tuesday, August 30, 2011

MMMM haustilmur í lofti .....


 Jæja þá er runnin upp ein af mínum uppáhalds árstíðum, árstíð kertaljósa og kúrs, uppskeru og sulltugerðar, haustið er komið ......
Þetta er tími sem að ég elska að elska.
Á þessum tíma styttist óðar í besta tíma ársins Jólanna, já já ég bara get ekki annað en hrifist af þessari dásamlegu hátíð ljóss og friðar og gleði og glaums....

En þar til ætla ég svo sannarlega að njóta daganna sem að fram undan eru og sulta og baka og dúlla mér við skreytingar og föndur :o) Ég mun dæla á ykkur myndum af þessu öllu sem og uppskeru sumarsins :o)



Njótið haustsins kæru vinir, kveikið á kertum og njótið augnabliksins..      


Knús og kram Ásthildur

Tuesday, August 23, 2011

Er ekki annars rétti tíminn núna????

 Jæja þá er mín komin með jólabakteríuna og ég get ekki beðið eftir þvi að fara að umturna heimilinu í skreytingaræði :o) En ég hugsa að ég hafi mig hæga enn um sinn (þó erfitt verði ;o) ) En ég ákvað þó að skella inn nokkrum myndum af þessari dásamlegu og fallegu hátíð..






Tuesday, August 9, 2011

Og svo skal föndra....

þessa tvo keypti ég í Garðheimum á 190Kr stk, og að sjálfsögðu fékk annar þeirra að kenna á spreybrúsanum :o), ég setti ofan í hann "oasis" klump og ofan á setti ég gervi mosa/gras :o)

Því næst fór ég í garðinn hjá Petu nágranna og stal ;o) mér nokkrum greinum af  birkinu hennar..... Takk Peta ... Svo þegar að ég var búin að móta hring utan um gamlan pott vafði ég bergfléttu utan um hann og lét svo smá "bling" hanga úr hringnum í miðjunni .

Og hér er fíni bergfléttu kransinn minn tilbúin í nýja fína svefnherbergis glugganum mínum ..... Ég er svo glöð með útkomuna ....

Er hann ekki fínn??

Þessa tvo fékk ég líka á útsölu í Garðheimum á 500 Kr stk.

Það er ekkert svefnherbergi án Engla er það nokkuð? 

Friday, August 5, 2011

Langar........

Ef ég ætti heilan haug af
 þá ætti ég þetta hús (sem er reyndar á Dalvík) 
 Og við húsið yrði gróinn og fallegur garður með :
og þessum fallegu vinum