Þessa dagana langar mig óskaplega að ferðast til annara landa, einhverra landa sem ég hef ekki komið til áður, (ekki það að ég hafi heimsótt þau mörg ) En það er til svo svakalega mikið af fallegum stöðum í heiminum og svo margir sem væri svo vert að skoða, ég fann hér myndir af nokkrum stöðum sem ég myndi ekki mótmæla að kíkja til:
|
Þessi staður heitir Benteng og er á Indlandi, þvílík fegurð og ég get rétt ímyndað mér að útsýnið sé ekki af verra taginu ! |
|
hér gæti ég gleymt mér við að snorkla, liggja í sólbaði og drekka ískalda og suðræna kokteila | | | | |
|
Þetta eru four season hótelin á Borabora
|
Plitvice vatnið í Króatíu |
|
|
Crystalline Turquoise vatnið í Kína |
|
Dalur hinna tíu toppa Kanada |
|
|
Bláu hellarnir Grikklandi |
|
|
Petra Jórdaníu |
|
|
Riomaggiore Ítslíu.... |
|
Þennan stað hefur mig SVOOOO lengi langað til að heimsækja en þetta er hið margrómaða Toscanahérað á Ítalíu |
|
Þvílík fegurð!! Verdon Provence Frakklandi... |
Ójá þar sem að ég sé ekki fram á að ég muni fara út fyrir landsteinana þetta árið get ég þó alltaf komið hér inn og látið mig dreyma alla þessa fallegu staði,
En annars er það að frétta að það hefur hreiðrað um sig lítill bumbubúi og erum við að verða hálfnuð með meðgönguna,(það er skýringin á meðvitundarleysi mömmunar í bloggmálum hehe) mamman er í skýjunum sem og allir á heimilinu.
En þar til næst ást og friður
Ásthildur Skessuskott.
Innilega til hamingju með bumbubúann :)
ReplyDeleteKveðja Harpa Hall DK