Friday, September 30, 2011

Uppáhalds......

 Elska þetta englaskott ..
 Finnst þetta blóm svooo flott, veit reyndar ekkert hvað það heitir en það er bara svo sætt..
 Lavender plantan mín sem ég hef dekrað við frá því að hún var lítið fræ....
 Málverk sem að fallega frænka mín hún Ólöf Erla snillingur málaði og gaf okkur hjónunum í brúðkaupsgjöf fyrir hömm rúmum 11 árum sjææææseeennnnn.....
 Þessa klukku gerði hún amma mín og gaf mér í þrítugs afmælisgjöf, hún er á meðal mest uppáhalds með málverkinu hér fyrir ofan ......
 Málverk eftir Vestfirsku listakonuna Örnu .. dásemdin ein ...
Brjálæðislega frábæra dásamlega hrærivélin mín skil ekki hvernig ég komst af fyrir hennar tíð hehe
Ugluskott sem að ég féll fyrir við fyrstu sýn og var hún ættleidd á einu augabragði....

Sunday, September 25, 2011

Breytingar ......

 Þetta borð fann ég í Búkollu fyrir nokkrum árum og ég ætlaði alltaf að lakka það hvítt og dúlla það upp ;o)
 Loksins get ég sagt að ætlunarverkinu sé lokið......
Það var meira að segja farin ferð í Ikea til þess að finna félagsskap fyrir það, og heim komu þessi fíni lampi, skermurinn og blómið.
 Í seinustu ferð minni í Búkollu, sem er góði Hirðir okkar Skagamanna, ættleiddi ég þessar körfur og skálina hér fyrir neðan, og spreyjaði svo frá mér allt vit og er hrillilega sátt með útkomuna !
 Þessi er í algjöru uppáhaldi hjá mér, ofurkrúttleg og sæt
 Körfurnar fínu fá svo starf jólagjafa/föndurs passara þar til að þær verða að gjafakörfum um jólin :o)
 Svona endaði ein karfan sema að ég gaf ömmu minni um daginn, en í hana bættust ostar og kex :o)
Jæja snúllur takk fyrir innlitið og hafið það sem allra best í nýrri vinnuviku.
Kv  Ásthildur




Sunday, September 18, 2011

Nú er úti veður vont.....

Meðan haustvindarnir blása úti fyrir hefur fjölskyldan það náðugt ..
Hvað er annað hægt að gera í þessu veðri en að hjúfra um sig fyrir framan saumavélina og byrja á jólaföndrinu og gjöfunum??

Þennan gaur datt ég niður á í A4 í sumar óg stóðast hann ekki....

Uppáhalds bækurnar mínar þessa stundina :o)

Saturday, September 10, 2011

Jessss hún er fundin og verður mín innan skamms :o)

Ég fann þessa í Hrím hönnunarhús á Akureyri og litla besta dásamlega systir mín ætlar að ná í hana fyrir mig og senda mér í næstu viku :o) Ég er óendanlega glöð ..... 

Friday, September 9, 2011

Gerið það sjálf .....

Á ferðum mínum um netheima hef ég rekist á óteljandi síður með hugmyndum að DIY (do it your self ).
Á þessari síðu er hægt að finna allt mögulegt, hvernig smíða má borð og stóla , skóskápa, kojur og svo margt margt fleira http://ana-white.com/
Ekki bara frábær síða heldur líka stútfull af flottum hugmyndum :o)http://dossag.blogspot.com
Hér er stóll sem búið er að gera andlitsliftingu á, http://4.bp.blogspot.com
Flottur þessi hér er að sjá hvernig hann er gerður : http://1.bp.blogspot.com
Þessi hérna finnst mér hrillilega flott, og ekki spurning að ég ætla mér að gera þessihttp://var-dags-rum.blogspot.com
Ég vona að þið finnið eitthvað við ykkar hæfi. 
En ég vona að þið eigið eftir að eiga góða helgi ,
Knús og kram Ásthildur.

Monday, September 5, 2011

Ef ég er ekki að fara að gera svona.......

Ég rakst á síðu í gær þegar ég var að "surfa" á netinu ( http://fullcirclecreations.blogspot.com/)sem að ég er búin að vera að slefa yfir .....
Þessir ósköp venjulegu rúmgaflar verða að .....

Tarammmm....... get ekki annað en slefað yfir þessu, mér finnst þessir bekkir sem að er verið að gera hér algjör draumur!!


UHHHH JÁ TAKKKKKK...
Nú mun ég bretta upp ermarnar (eftir að ég heimsæki Góða hirðinn :o)  )
Eigið góða vinnuviku allir.
Knús og kram Ásthildur.

Friday, September 2, 2011

Sultuslök á kanntinum .....

Jæja þá er ég byrjuð að sulta, heimilið breyttist í tilrauna eldhús þar sem að ég uppskar ógrinnin öll af rabbabara í dag eða tæp 4 kíló, og átti ég fyrir ósköpin öll af sultu úr uppskerum sumarsins :o) Svo að ég var tilneydd að gera eitthvað alveg nýtt, internetið bjargaði mér með nokkrar uppskriftir sem og frábærir vinnufélagar......
Í þessari sultu er: 1 kg rabbabari, 500gr sykur, 4 rauðar paprikur og 3 chilly.

Þetta er tómmat-jarðarberja hlaup sem að ég gerði um daginn og í því er: 8 stórir tómmatar, 4 dl sykur, og einn pakki jarðarberja jello :o) Hrillilega góð sulta mmm....
Svo í kvöld gerði ég líka rabbabara-engifer og chilly sultu og á morgun verður gerð Mangó-engifer sulta, en fyrst verður farið í krukkuleiðangur.

Ég vona að þið njótið helgarinnar sultu slök og fín ..
Knús í ykkar hús Ásthildur.