Tuesday, June 26, 2012

Saumagleði og sumargleði......

jæja ég ákvað að henda inn eins og einum pósti áður en ég skunda í mæðraskoðun..
En undanfarna daga og vikur hef ég verið að sauma og prjóna frá mér allt vit.
Þennan kjól saumaði ég fyrir litla prinsessu sem að kemur í heiminn í september.

Þessi finnst mér æðislegur hann er svona "margnota" hehe það er hægt að snúa honum á tvo vegu :o)
Þetta er "bakhliðin"(rangan)

og þetta er svo "framhliðin" (réttan)

Svo gat ég ekki sleppt því að gera skupplu í stíl, sem er líka hægt að snúa á tvo vegu en rósótta efnið er hinumegin...;o)
Ég er búin að lofa sjálfri mér því að ég ætla að ver adugleg að setja inn það sem að ég hef verið að gera (sem er svo sem ekkert lítið hehe) en ef að ég stend við það þá kemur inn önnur færsla í dag !! (já eða morgun ) 
En þangað til eigið dásamlegan dag elsku vinir ....
Ykkar Ásthildur Skessuskott.

2 comments:

  1. Vá hvað þetta er sætt, prinsessan verður sko flott í þessu:)

    ReplyDelete
  2. Vá hvað þetta er sætt, prinsessan verður ekkert smá flott í þessu:)

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)