Tuesday, September 18, 2012

Smá montfærsla ....

Jæja þá er það að bresta á að krílið komi í heiminn..
Tilhlökkunin hjá bræðrunum er orðin mikil og ekki er laust við að foreldrarnir séu að springa úr spenning ;o)
En undanfarna mánuði er ég búin að vera að dunda mér við að prjóna heimferðar-sett, ég hef aldrei áður prjónað úr lanett og á prjóna númer 2,5 og er þetta því dálítill sigur hjá mér og er ég bara þokkalega sátt við útkomuna og nú get ég ekki hætt að prjóna svona fínt og lítið.
En dæmi hver fyrir sig um útkomun :o)


 Hér er allt settið tilbúið fyrir krílið til að koma heim í :o)
Hér er svo önnur peysa sem að ég gerði og er frekar ánægð með  
við næstu færslu verð ég orðin 3 barna móðir, undarleg tilhugsun en jafnframt spennandi og hrillilega skemmtileg.
En kæru vinir þar til næst
risavaxið knús á ykkur og ég þakka af öllu hjarta öll sporin sem að þið skiljið eftir ykkur hér á síðunni.
Ást á ykkur 
Ásthildur skessuskott.

7 comments:

  1. Mjög fallegt prjón! Gangi þér vel með krílið, og takk fyrir bloggið!

    ReplyDelete
  2. Svo mikið fallegt hjá þér :*

    ReplyDelete
  3. Vá þetta er æðislegt hjá þér! :)
    Eva

    ReplyDelete
  4. Æðislegt heimferðarsett, æðisleg kommóa og æðisleg ólétta kona sem er næstum því orðin 3 barna móðir :) fylgist með þér / ykkur frá Danmörku...bestu kveðjur.. Harpa Hall

    ReplyDelete
  5. yndislega fallegt hjá þér. Mér sýnist þú vera klár í slaginn og ég óska þér alls hins besta með nýja barnið
    kveðja Adda

    ReplyDelete
  6. Yndislega fallegt hjá þér :-)
    Gangi þér sem allra best.
    Guðrún (ókunnug)

    ReplyDelete
  7. indislega fallegt, ég er svo veik fyrir svona hvítum og gamaldags heimferðasettum. Hef prjónað þetta sett í turkis lit fyrir eina nákomna. finst það ótrúlega fallegt en frágangurinn var dáldið seinlegur, finst þér ekki? Ég var farin að velja peysur sem þarf ekki að sauma saman á eftir haha. eins og seinni peysan hjá þér, sem er líka æðislega falleg. Gangi þér vel og það væri voða gaman að fá svo að sjá mynd af settinu í notkun ;)
    kveðja Stína

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)