Friday, September 7, 2012

Líður að komu......

Jæja nú fer að líða að því að litla krílið okkar komi í heiminn,
allt að verða klárt og búið að krútta og dúlla herbergi okkar hjónanna upp svo um munar.
Í þessum pósti ætla ég að monta mig af kommóðunni sem að ég tók í yfirhalningu.

Svona var hún fyrir:
Það þurfti ansi mikið að pússa og sparsla greyið en hún fékk fullt af ást og umhyggju :o)
Þetta er bara pínulítið sýnishorn af því hversu mikið þurfti að vinna hana.
Ég verslaði nýja hnúða á hana í Brynju á Laugarveginum, og ég verð að segja að mér finnst þeir gordjöss...
Og ekki má gleyma litla hjartanu sem að ég föndraði handa prinsessunni.....
Þennan ramma fann ég í góða vini mínum góða hirðinum :o) 
Hann fékk "smá" maikóver.
Svo prentaði ég út fallegt vögguljóð og setti í hann, fiðrildin voru svo svona aðeins til að krútta hann ennþá meira upp :o)
Þennan lampa er ég búin að eiga í langan tíma en hann vantaði nýja snúru og nýtt perustæði.
Ég var lengi búin að leita að "SKERMINUM" en fann engan sem "passaði" rétt....
Þannig að góði hirðirin fékk enn eina heimsókn frá mér þar sem að ósköp ljótur og skítugur hvítur skermur var ættleiddur fyrir 50 kr og fékk hann fyrst 2 umferðir af lilla bleikum lit.... 
hmmm það passaði samt ekki og var ég ekki nógu sátt, en aha viti menn ég mundi allt í einu eftir efni sem að ég verslaði mér í IKEA og prufaði ég að bera lím á skerminn og viti menn ég var fallin fyrir honum !!!!!!
Finnst ykkur hann ekki krúttlegur????
En þar til næst (fyrir eða eftir komu krílis veit ég ekki) 
Takk fyrir innlitið og endilega skiljið eftir ykkur línu og segið mér hvað ykkur finnst :o)
Ást og friður 
Ásthildur skessukott.

8 comments:

  1. Ekkert smá flott hjá þér Hilda <3<3 Gangi þér vel með framhaldið sæta :)

    Kv. Rannveig

    ReplyDelete
  2. Þú ert snillingur elsku Hilda mín :D

    ReplyDelete
  3. Great job, it looks so beautiful. All pretty things:-))

    ReplyDelete
  4. Vá Hilda þetta er æði allt saman :) knús á þig :)

    Kv. Stína

    ReplyDelete
  5. Vá! gullfalleg kommóðan !
    og innilega til hamingju með stúlkuna þína:-)

    kær kveðja

    heimadekur.blogspot.com

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)