Jæja þá eru framkvæmdir hafnar aftur á heimilinu eftir nokkuð hlé :)
Og að þessu sinni ákváðum við að ráðast á baðherbergið með trukki og dýfu,
það er búið að brjóta allar flísar af gólfinu, taka vaskaskápinn út og henda gamla klósettinu :)
OG AÐ SJÁLFSÖGÐU GLEYMDI ÉG AÐ TAKA "FYRIR" MYNDIR þannig að þið fáið bara að sjá "eftir"myndir :) jebb ég er snillingur ég veit!!
ég er mikið búin að pæla í litasamsetningu og hvernig ég vilji hafa þetta og niðurstaðan var hvítt hvítt hvítt og steingrátt, hvítar flísar yfir baðkarinu, hvítir veggir, vaskaskápurinn er í lökkun og verður hvítur, hvítar flísar á wc kassanum og svo verðum með steingráar (eða næstum svartar) steinflísar á gólfinu.
Þar sem að baðherbergið er MJÖG lítið ákvað ég að hafa þetta mjög einfallt og bjart, svo verður "poppað" upp með mildum og hlýlegum litlum í "punti" :)
Ég "googlaði" lítil baðherbergi í dag og þetta var það sem að ég fann :
Finnst þetta æði og spegillinn algjörlega gordjöss..
Nánast stærðin á baðherberginu mínu hehe já eða það er kanski oggu pínu ponsu stærra ;)
En samt sem áður snilldar nýting á litlu rými :)
Ég meina hver vill ekki pissa í skáp hehe
Ég er eitthvað voða veik fyrir þessum bláa lit núna ....
Mér finnst þetta aðeins of krúttað :)
En jæja þá er best að fara að athuga hverning flíslögnin gengur hjá bóndanum og taka út verkið hehehehehehe
Þar til næst
Ást og friður
Ásthildur skessuskott.
Ps ég er að fá vegghengt klósett og finnst það svo skemmtilegt :)
Hlakka til að sjá þegar þið eruð búin að klára baðherbergið! Elska hvað þú ert dugleg að föndra og dúlla þér! nenniru að smita mig smá kv Litla frænkan sem kemst aldrei lengra en að "pinna" eitthvað föndur á pinterest! :)
ReplyDeleteSpenningur! Hlakka til ad sja utkomuna
ReplyDeleteKv. Brynja