Tuesday, February 5, 2013

Allt í bland-gamlar syndir......

Ég er búin að vera að ætla í þónokkurn tíma að setja inn myndir úr skírn heimasætunnar, en ekki gert, já skamm skamm ég veit !!
En nú verður bætt úr því og að auki fylgja myndir af því sem að ég er búin að vera dunda mér við nú í janúar.
 Svona leit matar-borðið út áður en kræsingunum var skellt á það :)
 Þetta kerti gerði ég fyrir prinsessuna og ég er bara ferlega ánægð með það....
 Close-up
 Svo varð ég nú að gera blómaskreytingu líka, þarna tók ég gamla körfu sem að ég átti og málaði í þessum bleika lit... (það verður nú að viðurkennast að eftir að hafa haldið 2 "bláar" skírnir þá var ég alveg að fíla það í botn að vera með svona bleikt þema :)
 Þennan disk keypti ég mér um daginn á heilar 500 kr og var ekki alveg að fíla hann svona dökkan, diskarnir sem fylgdu honum voru alveg glærir, og fékk allt að kenna á sprey brúsanum góða 
 Þessa hillu keypti ég seinasta sumar og er hún búin að vera að bíða eftir nýju lífi og nýju útliti í bílskúrnum hjá mér (sem er alveg pakkaður af húsgögnum sem að bíða stillt og prúð eftir að komast í meikover.
 Svona varð svo útkoman, hvít og fersk og pínu sjabby en gorgeus að mínu mati hehe, ég prentaði svo út mynd sem að ég dró svo upp á bökunarpappír og skellti á hana og fór svo ofan í með fínum túss og að lokum fékk hún smá skvettu af möttu sprey lakki yfir sig, er hún ekki bara kósí og sæt??
 Hér er svo diskurinn kominn, að sjálfsögðu orðinn hvítur eins og mín er von og vísa og diskarnir orðnir mattir, ég spreyjaði þá "að neðan" með frosting- filmu spreyi sem að ég fékk í A4, og ómæ ómæ hvað mér líkar miklu betur við hann núna ;)
 Ég gerði þetta pokaljós í stíl við hilluna :)
Öll dýrin í skóginum eru bara nokkuð góðir vinir ekki satt??

Jæja nóg af strákapörum mínum í bili,
en þar til næst 
ást á ykkur 
Ásthildur skessuskott.

1 comment:

  1. Glæsilegt hjá þér og sniðugt þetta með að spreyja glæru diskana að neðan!

    Já og til hamingju með skírn dótturinnar, ég skil vel þetta með bleika litinn :)

    kk Kikka

    ReplyDelete

Það er ekkert mál að commenta og velja svo "anonymous" í listanum :o)