Jæja þá er hreiðurgerðin alveg að taka sér bólfestu í mér svo um munar!!!!
Ég er búin að pússa upp borðstofuborð, sófaborð og svo núna kommóðu fyrir krílið, og verkefna-lisitnn er ekkert að styttast heldur bætist á hann á hverjum degi!!!
Ég ætlaði að vera ægilega patent og gerði mér lista yfir það sem að ég ætlaði að gera í Júlí og svo það sem ég ætla að gera í Ágúst,eennn obbosííííí öll verkefni í júlí eru búin sem og öll hin sem að bættust við hehe
og ekki er nú mikið eftir af ágúst listanum :o)
En hér er smá innsýn í það sem að ég hef verið að gera og svo ætla ég að setja inn færslu með myndum af verkefnunum þegar þau eru öll fullunnin :o)
En hér er nýjasta verkefnið, kommóða fyrir prinsessubaunina í bumbunni....
Hún var ansi illa farin og þurfti ég að sparstla alveg helling í hanan hér og þar...
Búin að pússa yfir og sparstla í aðra hliðina
Hér er ég að pússa upp plötuna á sófaborðinu mínu, ég ákvað að leifa viðnum að njóta sín á plötunni en lakkaði fæturna hvíta, svo er bara að sjá á morgun hvernig það kemur út ...
Hér er ég svo rykug og úfin eftir pússeríið :o)
En þar til næst
Ásthildur Skessuskott