Thursday, September 27, 2012

Oggu-pínu-ponsan okkar er komin ......

Lífið er dásamlegt og hefur okkur fjölskyldunni fæðst lítil prinsessa ..




Þakklætið og gleðin er allsráðandi í okkar lífi í dag.....
Ást til ykkar 
Ásthildur Skessuskott.

Tuesday, September 18, 2012

Smá montfærsla ....

Jæja þá er það að bresta á að krílið komi í heiminn..
Tilhlökkunin hjá bræðrunum er orðin mikil og ekki er laust við að foreldrarnir séu að springa úr spenning ;o)
En undanfarna mánuði er ég búin að vera að dunda mér við að prjóna heimferðar-sett, ég hef aldrei áður prjónað úr lanett og á prjóna númer 2,5 og er þetta því dálítill sigur hjá mér og er ég bara þokkalega sátt við útkomuna og nú get ég ekki hætt að prjóna svona fínt og lítið.
En dæmi hver fyrir sig um útkomun :o)


 Hér er allt settið tilbúið fyrir krílið til að koma heim í :o)
Hér er svo önnur peysa sem að ég gerði og er frekar ánægð með  
við næstu færslu verð ég orðin 3 barna móðir, undarleg tilhugsun en jafnframt spennandi og hrillilega skemmtileg.
En kæru vinir þar til næst
risavaxið knús á ykkur og ég þakka af öllu hjarta öll sporin sem að þið skiljið eftir ykkur hér á síðunni.
Ást á ykkur 
Ásthildur skessuskott.

Friday, September 7, 2012

Líður að komu......

Jæja nú fer að líða að því að litla krílið okkar komi í heiminn,
allt að verða klárt og búið að krútta og dúlla herbergi okkar hjónanna upp svo um munar.
Í þessum pósti ætla ég að monta mig af kommóðunni sem að ég tók í yfirhalningu.

Svona var hún fyrir:
Það þurfti ansi mikið að pússa og sparsla greyið en hún fékk fullt af ást og umhyggju :o)
Þetta er bara pínulítið sýnishorn af því hversu mikið þurfti að vinna hana.
Ég verslaði nýja hnúða á hana í Brynju á Laugarveginum, og ég verð að segja að mér finnst þeir gordjöss...
Og ekki má gleyma litla hjartanu sem að ég föndraði handa prinsessunni.....
Þennan ramma fann ég í góða vini mínum góða hirðinum :o) 
Hann fékk "smá" maikóver.
Svo prentaði ég út fallegt vögguljóð og setti í hann, fiðrildin voru svo svona aðeins til að krútta hann ennþá meira upp :o)
Þennan lampa er ég búin að eiga í langan tíma en hann vantaði nýja snúru og nýtt perustæði.
Ég var lengi búin að leita að "SKERMINUM" en fann engan sem "passaði" rétt....
Þannig að góði hirðirin fékk enn eina heimsókn frá mér þar sem að ósköp ljótur og skítugur hvítur skermur var ættleiddur fyrir 50 kr og fékk hann fyrst 2 umferðir af lilla bleikum lit.... 
hmmm það passaði samt ekki og var ég ekki nógu sátt, en aha viti menn ég mundi allt í einu eftir efni sem að ég verslaði mér í IKEA og prufaði ég að bera lím á skerminn og viti menn ég var fallin fyrir honum !!!!!!
Finnst ykkur hann ekki krúttlegur????
En þar til næst (fyrir eða eftir komu krílis veit ég ekki) 
Takk fyrir innlitið og endilega skiljið eftir ykkur línu og segið mér hvað ykkur finnst :o)
Ást og friður 
Ásthildur skessukott.