Sunday, March 11, 2012

Kransagerð

Jæja þá er ég að detta í gírinn aftur eftir frekar langa leti !!
En ég sá svona krans á Hugmyndir fyrir heimilið og féll fyrir honum með denn samme hehe
Og réðist í gerð hanns, ef að ég hefði vitað fyrir hversu seinleg þessi vinna er hefði ég án efa geymt þetta, en nú þegar hann er tilbúinn þá gæti ég ekki verið hamingjusamari......
Svona urðu rósirnar til

Allt að gerast og komnar perlur í kvikindin hehe

aumingjans byko bæklingurinn fékk að finna fyrir límbyssuni

Svo er hann tilbúinn rómantískur og sætur  finnst ykkur það ekki??
Núfer ég að detta i föndrið af öllum kröftum og er strax komin með fullt af verkefnum :o)
En þar til næst hafið það gott og njótið lífsins, það ætla ég að gera ....
Ásthildur Skessukott .

Sunday, March 4, 2012

Oh how time flyes.......


Í dag er komin 12 ár frá því að ég skartaði þessu:
Þarna var ég að verða 22 :o)
Krúttlegasti eiginmaðurinn, (hann verður ekki glaður með krútt-nafnið!!)
Svona erum við svo í dag 12 árum síðar..

Svo krúttleg þessi 

Og gleðin geislar af þeim já eða ekki 

Svo fallegur !!

Beautyful!!

L'amor

Stórfjölskyldan saman komin á þessum hamingjuríka degi, eða er ég að misskilja eitthvað??  
Þessi dagur fyrir 12 árum var okkur hjónum mjög svo heillaríkur og gleðilegur, 
ég vona að lífið gefi okkur önnur 12 í viðbót og mörg fleiri en það !!
Silkibrúðkaups-afmæliskveðjur
Ásthildur skessuskott...