Sunday, October 30, 2011

Innlit á Pinterest...

Á ferð minni um Pinterest rakst ég á nokkrar frábærar síður sem að eru hlaðnar af guðdómlega fallegum .......
JÓLASKREYTINGUM :o)





Mér finnst þetta allt alveg ótrúlega fallegt og eitthvað svo hreint, ef hægt er að segja það haha
Þessar myndir eru fengnarHÉR
Svo fann ég þessa síðu: HÉR



Já ég bara get ekki beðið, enda er alveg að koma 9. nóvember og reglan er sú að eftir þann dag má ég löglega fara að undirbúa jólin (og stelast til að hlusta á jólalögin)
Knús til ykkar allra
Kv Ásthildur.

Friday, October 28, 2011

........

Í gærkvöldi kvaddi hún fallega amma mín þennan heim,
minningarnar streyma fram og ylja mér á þessari stundu,
öll brosin, gleðin, þolinmæðin og dillandi hláturinn hennar er eitthvað 
sem ég mun muna alla mína daga.
 Elsku amma mín hafðu þökk fyrir allt og allt,

Wednesday, October 26, 2011

Með sorg í hjarta............

Í dag þann 26. október eru liðin 16 ár frá þeirri örlagaríku nótt er 
snjóflóðið féll á Flateyri.
að því tilefni vill ég kveikja á kertum og minnast allra þeirra sem misstu svo mikið þessa nótt..
 Minning þeirra er ljós í lífi okkar og verður um aldur og ævi....

Wednesday, October 19, 2011

Obbobbobb......

Mér láðist að setja inn link á brjálæðislega flottu verslunina hér fyrir neðan,
en hér með bæti ég úr því :o)
Knús og afsökunarbeiðni :o)
Kv ásthildur

Í heimsókn hjá Otto og Emmu ....

Ég er algjörlega hugfangin af þessari verslun , en á sama tíma er ég guðs lifandi fegin að hún er 
EKKI á Íslandinu góða :o) Ég hugsa að áhrifin á budduna yrðu of mikil hahaha
 En það er alltaf gaman að láta sig dreyma.......
 Ég hugsa að ég myndi nú ekki mótmæla kröftuglega ef mér stæði til boða að sökkva mér í þennan sófa með gott kaffi og vinaspjall já eða prjóna :o)
Eruð þið að sjá alla þessa geggjuðu kertastjaka !!!!
 Þar sem að ég breytist í jólaálf þegar fer að líða á haustið varð ég að skella þessum kynbræðrum mínum með, mér finnst þeir bara svo HRILLILEGA sætir og pattaralegir
 Finnst ykkur þessar krúttsprengjur ekki sætar?
 jólaleg jólaleg jól tralalalalala.......
Er verið að grínast með kvað borðið er flott?
Og kórónurnar fídd fíúdd!!!!
Langi langi ííííííí....
Jesús Pétur og Jeremías 
þetta er bara ALLT 
of freystandi ;o)
Er farin að láta mig dreyma 
Knús og kram Ásthildur...

Sunday, October 16, 2011

Jibbííííí....

Ég er lengi búin að vera að leita mér að "nýjum" borðstofustólum, og mig langaði ekki í leðurklædda stóla, heldur frekar gamla stóla sem ég gæti gert upp, og viti menn ég fann þá á Bland.is í gær , 
en þá kemur að spurningunni, á ég að lakka þá hvíta eða kalkmála þá??
Hvernig er kalkmálningin,þolir hún mikla meðhöndlun og smitar hún frá sér??
Ef að þið hafið reynslu af notkun hennar endilega sendið mér línu og látið mig vita....
En hér eru fallegu stólarnir mínir :o)
 Ég fór í Ikea í gær og verslaði efni á sessurnar, grátt með hvítum rósum :o)
Svo fann ég þessa tvo hér fyrir neðan á Bland.is líka og er að fara að líta á þá í dag, ég er ástfangin af þeim og ég held að ljósgrátt færi þeim mjög vel , en ykkur??
Kossar og knús á ykkur
Kv Ásthildur ævintýra kona ...

Tuesday, October 11, 2011

Ísafjörður......

Um helgina "skrapp" ég í óvænta en gleðilega sólarhrings dvöl á heimaslóðirnar Ísafjörð,
Á laugardags kvöldinu skartaði bærinn minn sínu fegursta ....
Það var ofsalega ljúf stund sem ég átti með hinni dásamlegu Brögu minni, 
kveikt var á kertum og spjallað fram eftir öllu ...
 
 Svo þegar við vöknuðum á sunnudegi var svona um að litast :o)
 Það er ekki laust við að það hafi farið oggupínu jólafiðringur um mig
er ég sá þessa vetrar paradís...
En þangað til að snjórinn fer að láta sjá sig hér á Suðvestur horninu 
verð ég að láta mér nægja að vinna í haustföndrinu :o)


Þar til næst 
Kv Ásthildur

Friday, October 7, 2011

Draumahúsið er fundið!!!!!!!!!!

Í enn einni ferð minni um blogg síður í dag fann ég drauma húsið mitt!
Það er hreint út sagt DÁSAMLEGT !
Þeir sem að þekkja mig hljóta að sjá það að mér er ætlað að eiga svona eldhús!  ;o)
 ummmmm er leyfilegt að slefa yfir ELDHÚSUM ??
 Og þar sem að ég hélt að þetta hús gæti bara ekki gerst betra,
þá rak ég augun í bekkin undir glugganum Í ELDHÚSINU!
Og það er eitthvað sem að mig hefur alltaf dreymt um !!
 Þetta er svo útsýnið af pallinum sem bæ ðe veii er gengið út á úr eldhúsinu,
hummm morgun kaffið og þetta útsýni JÁ TAKKKKKK
 þessi stofa finnst mér dásamleg, og stóru dyrnar á veggnum setja svona úmmff á heildarmyndina :o)
Reyndar verð ég að viðurkenna að vinnan við að eiga svona stofu og skæruliðana mína tvo yrði svakaleg :o)
 Kósí kósí kósí ......
Hérna myndi ég liggja í bleyti lon og don með kveikt á ketum ...



Ég verð að viðurkenna að þessi síða er kominn á topp 3 uppáhalds síðurnar, en Hér er linkur á hana...
Gjörið svo vel og ég vona að ykkur eigi eftir að líka jafn vel við hana og mér.
Góða helgi kæru vinir og tusund takk fyrir frábærar viðtökur,
(svo er alveg leifilegt að kvitta fyrir innlitið :o)  )
Ást á ykkur Ásthildur..

Monday, October 3, 2011

Skipulag......

Ég væri svo mikið til í að eiga föndurherbergi bara fyrir mig !! 
Og ef að ég ætti það myndi ég ekki slá hendinni á móti svona fínum skipulags-skáp !!


Sunday, October 2, 2011

Kertaljós og kósíheit....

Á meðan regnið og rokið ráða ríkjum úti fyrir hjúfrum við um okkur fyrir innan með gott kaffi prjónana og barnatímann .......

 Þegar ég vara ð vafra um á bloggsíðum í morgun fann ég link á verslun sem selur köku og þá sérstaklega bollaköku dót, og þar fann ég þessa tertudiska hér fyrir neðan, og gvuuuuuuuððð hvað mig langar í þá ALLAAAAA.....
Þarf að blikka einhvern Ameríkufaran eða búan .... :o)
Ef að ég ætti þessa dásemd væru ALLTAF svona bleikar og fínar kökur á þeim, (lofa samt engu um að það verði boðið upp á þær hahahaha)

ER SVO SKOTIN Í ÞESSUM ELSKUM !